Krakkaleikar Hvatar og Vilko haldnir í fyrsta sinn
Krakkaleikar Hvatar og Vilko voru haldnir í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi sunnudaginn 26.mars. Á Facebook-síðu frjálsíþróttadeildar USAH segir að Krakkarleikarnir séu fyrir krakka á aldrinum 5/6 - 9 ára. Þetta var í fyrsta skipti sem Krakkaleikar Hvatar og Vilko voru haldnir og heppnuðust vel.
Keppt var í 30m hlaupi, langstökki án atrennu, skutlukasti, boltakasti og boðhlaupi. Eftir keppnina skoruðu krakkarnir á foreldra sína í reipitogi. Að lokum fengu allir viðurkenningarskjal með árangri sínum og verðlaunapening.
„Þökkum við keppendum, foreldrum og starfsfólki innilega fyrir góðan og skemmtilegan dag. Einnig viljum við þakka Vilko fyrir stuðninginn,“ segir í færslunni á Facebook. Hægt er að kíkja á fleiri myndir frá Krakkaleikunum á Facebook >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.