Kaupfélag Skagfirðinga veitir kúa- og sauðfjárbændum fjárhagsstuðning
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
07.06.2023
kl. 09.42
Vegna mikils vaxtakostnaðar á þessu ári sökum mikillar verðbólgu, samþykkti stjórn Kaupfélags Skagfirðinga á stjórnarfundi sínum 5. maí sl. að veita bæði kúa- og sauðfjárbændum fjárhagsstuðning.
Á vefsíðu KS kemur fram að Í tilfelli kúabænda tekur stuðningurinn mið af innlagðri mjólk í lítrum árið 2022 og hins vegar greiðslumarki nú í byrjun maí 2023.
Þeir sauðfjárbændur sem hljóta stuðning eru þeir sem voru með afurðarinnlegg árin 2021 og 2022 og verði með sitt sauðfjárinnlegg haustið 2023 hjá Kjötafurðastöð KS.
Kaupfélagið væntir þess að þessi stuðningur komi bændum að einhverju gagni í þeirra rekstri og þakkar þeim góð viðskipti með ósk um alls góðs á komandi tímum.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.