Kalksalt á Blönduós
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
21.03.2023
kl. 16.57
Eyvindur Atli Ásvaldsson, fyrrum eigandi, og Rúnar Örn Guðmundsson á
Síðu handsala kaupin. Mynd af FB-síðu Kalksalts.
Fyrirtækið Kalksalt er á leið á Blönduós eftir að það skipti um eigendur en það hefur verið rekið sem lítið fjölskyldufyrirtæki á Flateyri. Fyrirtækið er hið eina sinnar tegundar á Íslandi og framleiðir saltbætiefni fyrir kindur, kýr og hesta.
Það var fyrir mánuði síðan að fram kom á Facebook-síðu fyrirtækisins að það væri til sölu vegna breyttra aðstæðna eigenda. Í dag var svo tilkynnt að það væri á leið til nýrra eigenda í Húnabyggð. „Við fundum fólkið okkar, hér afhendir Eyvindur honum Rúnari á Síðu fyrirtækið en Kalksalt ehf. er á leiðinni á Blönduós, til hamingju Rannveig og Rúnar með nýja fyrirtækið ykkar og gangi ykkur allt í haginn,“ segir í tilkynningu Kalksalts.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.