Hvað útskýrir óvenju ólíka útkomu úr íbúakönnun nokkuð sambærilegra fámennra landsvæða eins og Dala- og V-Húnavatnssýslu?

Frá bæjarhátíðinni Eldur í Húnaþingi í V-Hún.
Frá bæjarhátíðinni Eldur í Húnaþingi í V-Hún.

Miðvikudaginn 7. júní næstkomandi mun Vífill Karlsson, doktor í hagfræði, kynna niðurstöður rannsóknar þar sem hann bar saman atvinnulíf, búsetuskilyrði og hugarfar íbúa í A-Hún, V-Hún og Dalasýslu.

Rannsóknin ber titilinn ; „Hvað útskýrir óvenju ólíka útkomu úr íbúakönnun nokkuð sambærilegra fámennra landsvæða eins og Dala- og V-Húnavatnssýslu?“. Ástæðan fyrir rannsókninni var að Vestur-Húnavatnssýsla hafði komið endurtekið óvenju vel út úr umfangsmikilli íbúakönnun en sambærileg samfélög, Vestur-Húnavatnssýsla og Dalasýsla ekki eins vel.

Fundirnir verða haldnir 7. júní á eftirfarandi stöðum:

Félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 17:00-18:00

Félagsheimilinu á Blönduósi kl. 20:00-21:00

 

Hægt er að skoða skýrsluna hér eða samantekt á henni hér.

 

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir