Húnavakan hefst í dag
Þótt það sé kalt í veðri er hægt að hlýja sér við það að Húnavaka hefst í dag.
Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnið hófst kl. 10:00 og klukkan hálf sex í kvöld býður Húnabyggð öllum gestum og íbúum Húnavöku í Grillveislu við Félagsheimilið á Blönduósi.
Krummi Björgvinsson ásamt hljómsveit sinni, Krákunum, heldur tónleika klukkan 20:30 í bíósal félagsheimilisins þar sem fólk getur notið þjóðlaga- og kántrýrokktónlistar í nýbólstruðum sætum.
Að tónleikum loknum verður síðan spilað bingó til styrktar Kormáki/Hvöt í í félagsheimilinu þar sem mikið verður um vinninga, barinn opinn og uppboð á treyjum fer fram.
Veislan heldur síðan áfram um helgina og það er nóg um að vera fyrir alla á Húnavöku.
Dagskrá Húnavöku má nálgast hér.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.