Húnahornið stendur fyrir vali á Manni ársins í Austur-Húnavatnssýslu
Líkt og undanfarin 18 ár býður Húnahornið lesendum sínum að velja mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu. Er biðlað til lesenda að senda inn tilnefningu í gegnum þar til gerðan rafrænan atkvæðaseðil. Hver og einn getur sent inn eina tilnefningu og er jafnframt óskað eftir ástæðu tilnefningarinnar. Fram kemur í frétt á Húnahorninu að Maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu geti verið einstaklingur eða hópur manna.
Allir lesendur Húnahornsins eru hvattir til að taka þátt í valinu - Smelltu hér.
Lesendur Húnahornsins völdu Bryndísi Bragadóttur sem mann ársins á svæðinu árið 2022 en Bryndís er hárgreiðslukona á Blönduósi og hefur hún klippt og snyrt hár Blönduósinga og nærsveitunga í tæp 40 ár en hún opnaði hárgreiðslustofu á Blönduósi árið 1987.
Þetta er í 19. sinn sem Húnahornið stendur fyrir vali á manni ársins í Austur-Húnavatnssýslu. en valið stendur til miðnættis 25. janúar næstkomandi og verða úrslit kynnt degi síðar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.