Hestamenn kjósa um nýtt nafn á Gæðingafimi LH

Mynd: playmobil.us.
Mynd: playmobil.us.

Á landsþingi Landssambands hestamanna LH síðastliðið haust var samþykkt að taka Gæðingafimi LH inn í regluverk sambandsins og jafnframt samþykkt að efna til samkeppni um nýtt nafn á greinina. Kosning er hafin og stendur valið á milli fjögurra nafna.

Á heimasíðu LH kemur fram að hestamenn hafi verið hvattir til að senda inn tillögur að nýju nafni á Gæðingafimi LH og bárust fjölmargar tillögur. Skipuð var þriggja manna nefnd til að velja úr innsendum tillögum og valdar til kosninga en þær eru:

Gæðingalist
Samspil
Hestalist
Gæðingaflæði

Hestamenn, og aðrir er málið varðar, eru hvattir til að taka þátt því nafnið verður varanlegt. Kosning er þegar hafin og lýkur þann 23. janúar en nýtt nafn verður tilkynnt þann 1. febrúar.
Nánar á heimasíðu LH.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir