Hestadagar í Skagafirði hefjast á morgun - UPPFÆRT

Á morgun, föstudagskvöldið 28. apríl, fer fram lokakvöld Meistaradeildar KS í hestaíþróttum þar sem keppt verður í tölti og skeiði. Þá kemur í ljós hverjir standa uppi sem sigurvegarar eftir spennandi Meistaradeildarkeppni í vetur. Þá verða kennslusýningar á laugardaginn og veislan verður svo toppuð með stórsýningunni Tekið til kostanna.

„Það má svo sannarlega segja að það stefni í gríðarlega sterkt og spennandi lokakvöld Meistaradeildar KS þar sem einstaklings -og liðakeppnin er galopin og geta nokkrir knapar gert sig líklega að sigra - en allt þarf að ganga upp!“ segir í tilkynningu frá Meistaradeildinni.

Kennslusýningar verða í Svaðastaðahöllinni á laugadaginn þar sem reiðkennaraefni Háskólans á Hólum, hestabraut FNV og reiðmeistararnir Mette Mannseth og Þórarinn Eymundsson koma fram.

Tekið til kostanna 2023 fer fram í reiðhöllinni Svaðastöðum laugardaginn 29. apríl nk. kl. 21:15 - Húsið opnar klukkan 19 þar sem hægt verður að kaupa mat og drykki.

Uppfært!

Tilkynning var að birtast á Facebook-síðu Reiðhallarinnar Svaðastaða þar sem búið er að seinka Tekið til kostanna vegna fjórða leiks Tindastóls og Njarðvíkur í úrslitum Subway-deildarinnar og er svohljóðandi:

‼️ Athugið - Ný tímasetning ‼️

Þar sem Skagfirðingar ætla að taka alvöru forskot á Sæluna á laugardaginn hefur verið ákveðið breyta aðeins tímasetningu á Tekið til kostanna. Sýningin mun hefjast í Reiðhöllinni kl. 21:15. Þannig komum við allri skagfirsku gleðinni fyrir án árekstra byrjum á leik Tindastóls í körfunni og höldum svo í hestaveislu.
Til að gera þetta allt sem þægilegast og einfalda bílamálin verður boðið verður upp á rútuferð í reiðhöllina frá íþróttahúsinu að leik loknum.
Við minnum á forsölu miða á Kaffi Krók!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir