Gult ástand og vetrarfærð á morgun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs fyrir Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Miðhálendi. Búist er við vetrarfærð á fjallvegum norðan- og austanlands í nótt og á morgun sunnudaginn 14. maí. Í athugasemd veðurfræðings eru vegfarendur hvattir til að kanna vel ástand vega og veðurspár áður en lagt er af stað.

Í dag gengur í austan og norðaustan 5-13 m/s með rigningu, fyrst um landið sunnanvert. Hiti 6 til 12 stig. Vestlægari í kvöld, bætir í vind og kólnar. Norðvestan og vestan 8-13 á morgun, en 13-18 um landið norðaustanvert. Víða rigning eða slydda, en þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi seinnipartinn. Snjókoma á heiðum á norðanverðu landinu. Hiti frá 1 stigi í innsveitum fyrir norðan, upp í 9 stig syðst. Kólnar meira annað kvöld.

Strandir og Norðurland vestra

Norðanhríð (Gult ástand)
14 maí. kl. 00:00 – 21:00

Norðan og norðvestan 8-15 m/s og slydda eða snjókoma á fjallvegum. Skyggni getur orðið mjög takmarkað og hálka líkleg. Búast má við vetrarfærð, þ.a. ekki ætti að leggja í langferðir á vanbúnum bílum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir