Fyrsti sveitarstjórnarfundur Húnabyggðar eftir sameiningu var í gær

Hluti sveitarstjórnar Húnabyggðar og heimastjórnar Skagabyggðar. MYND: SKARPHÉÐINN BÍLSTJÓRI
Hluti sveitarstjórnar Húnabyggðar og heimastjórnar Skagabyggðar. MYND: SKARPHÉÐINN BÍLSTJÓRI

Eins og flestum ætti að vera kunnugt þá var kosið um sameiningu Húna- og Skagabyggðar í byrjun sumars og var hún samþykkt með vænum meirihluta atkvæða. Gekk sameining í gegn þann 1. ágúst sl. og fór fyrsti sveitarstjórnarfundur eftir sameiningu fram í gær og var af því tilefni haldinn í Skagabúð.

Í frétt á síðu Húnabyggðar segir að fyrrum sveitarstjórn Skagabyggðar, sem nú er heimastjórn, var viðstödd fundinn og eftir formleg fundarstörf var rætt vítt og breitt um ýmis málefni.

„Að lokum var farið út í Kálfshamarsvík og sá fallegi staður skoðaður en þar er fyrirhuguð töluverð uppbygging í ferðamennsku. Ekkert nema spennandi tímar framundan í Húnabyggð!“ segir í færslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir