Flemming-púttmót á Hvammstanga
Föstudaginn 26. júlí á héraðshátíð Vestur-Húnvetninga – Eldur í Húnaþingi - fór fram í fjórtánda sinn púttmót Flemming Jessen sem hefur staðið að þessu móti með hjálp góðra vina á Hvammstanga frá 2011. Aðstaða til keppni var sæmileg, smá rekja og völlur nokkuð loðinn, en þátttakendur létu það ekki á sig fá. Að þessu sinni var þátttaka lítil, en þeir sem mættu skemmtu sér vel í leiknum og nutu smá hressinga sem í boði voru. Leiknar voru 2 x 18 holur alls 36.
Úrslit – konur
- Ragnheiður Jónsdóttir - Borgarbyggð 73 högg
- Dorot Gluszuk - Borgarbyggð 78 högg
- Ásdís Baldvinsdóttir - Borgarbyggð 79 högg
Úrslit – karlar
- Ólafur Davíðsson - Borgarbyggð 74 högg
- Marteinn Reimarsson - Hvammstanga 76 högg
- Þorbergur Þórðarson - Akranesi 78 högg
Úrslit – drengir
- Adam Vilberg Örvarsson – Mosfellsbæ 96 högg
Flemming Jessen vill koma því til stjórnenda Húnaþings vestra að leggja meiri metnað í umhirðu á þessum bletti eins og aðra gróðurbletti í sveitarfélaginu því völlurinn sé á góðum stað og mjög skemmtilegur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.