Þemasýningin Óskasteinninn í Tindastóli í Listakoti Dóru

Þemasýningin Óskasteinninn í Tindastóli opnar 8 júlí klukkan 13.00. Auk listaverka 14 listamanna verða listamenn að selja list og nytjamuni úr grjóti á söluborðum í sýningarsalnum 8. og 9. júlí.

Sýningin sjálf verður opin til 7. september á opnunartíma gallerýsins sem er klukkan 13.00 - 18.00 alla daga nema mánudaga. Á opnunardaginn verður söngatriði í salnum.

Sagan sem er tekin fyrir er ein af fáum þjóðsögum sem fjalla um óskasteina, skagfirsk þjóðsaga um unga fátæka stúlku sem verður landeigandi á ævintýranlegan hátt. Sagan öðlast líf á striga, pappír og allskonar efni í höndum listamanna úr Húnabyggð, Húnaþingi og Myndlistarfélaginu Sólon í Skagafirði.

Í Listakoti Dóru í Vatnsdalshólum er hægt að skoða list eftir Dóru Sigurðardóttur sem rekur gallerýið. Hún málar málverk, aðallega landslag, handmáluð kerti, kort og álfa unnið úr textíl sem fær annað hlutverk í hringrásarkerfinu.

Nánari upplýsingar þegar nær dregur um nákvæmari dagskrá opnunardaginn. Listakot Dóru er tvo kílómetra frá þjóðvegi eitt i mynni Vatnsdals að vestan verðu. 

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir