Björgunarsveitin Skagfirðingasveit svikin um bát sem styrkja átti sjóbjörgun í firðinum

Rétt í þessu birti stjórn Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar á Facebook-síðu sinni eftirfarandi tilkynningu; "Björgunarsveitin Skagfirðingasveit landaði ákveðnum sigri fyrir rétt um ári síðan þegar félagar fengu styrk frá FISK-Seafood fyrir harðbotna báti, óskráningaskyldum. Mikil hátíð var hjá félögum og stofnaður hópur sem valdi bátinn og kom með tillögur að öllum aukabúnaði og slíkt. Fyrir valinu varð Aka Marine, undirtegund hjá Zodiak. Við fengum tilboð hjà Sportbátum (Knarrarvogur ehf) og pöntuðum bátinn. Við pöntun greiddum við helming kaupverðs, eða 7.500.000.-. Mánuði síðar greiddum við 1.544.000.- fyrir tæki í bátinn sem versla átti innanlands. Samtals greiddum við kr. 9.044.000.-
 
Stutta sagan er sú að enginn bátur var pantaður og engin tæki voru sótt eða greidd. Skagfirðingasveit var því féflétt af fyrirtækinu um samtals 9 milljónir. Já, forsvarsmaður fyrirtækisins lagðist svo lágt! Lögfræðingar eru komnir í màlið fyrir okkar hönd en ljóst er að tapið hjá Skagfirðingasveit er gríðarstórt og mikið högg à sjàlfboðaliða, jafnt fjàrhagslega sem andlega en við ætlum ekki að gefast upp - við ætlum að fá bàt til að efla sjóbjörgun á firðinum, sama hvernig við förum að því. Við vitum um marga aðila sem viðkomandi hefur svikið og að hann er enn að reyna að selja bàta. Þess vegna setjum við þetta fram hér á þessari síðu, öðrum til varnaðar."
 
Með vinsemd og virðingu,
Stjórn Skagfirðingasveitar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir