Ársþing SSNV ályktaði um riðumál

Hamarsrétt á vestanverðu Vatnsnesi. MYND AF VEF SSNV
Hamarsrétt á vestanverðu Vatnsnesi. MYND AF VEF SSNV

31. ársþing SSNV fór fram síðastliðinn föstudag á Hótel Laugarbakka. Þó Miðfjörðurinn hafi tekið vel á móti gestum þá fór ársþingið fram í skugga tíðinda af riðutilfellum á svæðinu. Þingið notaði tækifærið og skoraði á Matvælaráðherra að fara án tafar í breytingar á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar. Jafnframt þurfi að leggja meiri áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir og tryggja fjármagn til rannsókna.

Mikil umræða skapaðist á þinginu tengd riðuveiki í sauðfé en undanfarin ár hefur riðuveiki í sauðfé verið að greinast ekki bara á sýktum svæðum heldur einnig á skilgreindum hreinum svæðum og nú ný tilfelli í Miðfjarðarhólfi eins og áður segir. Ályktunin var á þessa leið:

Greinargerð: Undanfarin misseri og ár hefur riðuveiki í sauðfé greinst jafnt á sýktum svæðum sem og á skilgreindum hreinum svæðum þar sem liðið hafa meira en 20 ár frá síðasta riðutilfelli, eða aldrei áður eins og nú er tilfellið í Miðfjarðarhólfi. Mikill kostnaður fylgir niðurskurði vegna riðu fyrir hið opinbera sem og bændur. Endurskoðun á reglugerðinni hefur staðið yfir í nokkur ár og þokast málið lítið áfram í Matvælaráðuneytinu. Leggja þarf meiri áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir og tryggja fjármagn í rannsóknir á verndandi arfgerðum til að koma í veg fyrir ný smit og enduruppkomu smita. Tryggja þarf betra utanumhald um gamla förgunarstaði og aukið fjármagn til viðhalds á sauðfjárveikivarnarlínum.“

Vel heppnað ársþing

Fram kemur á heimasíðu SSNV að vönduð og fjölbreytt erindi fyrirlesara á þinginu hafi varpað skýru ljósi á hin ýmsu tækifæri sem Norðurland vestra á inni og gáfu innsýn í hin ýmsu verkefni sem þegar eru í vinnslu, með nýsköpun, nýjarfjárfestingar og umhverfismál að leiðarljósi.

Þingið var afar vel sótt þetta árið en ráðherra, þingmenn, kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga ásamt nýráðnum framkvæmdarstjóra Sambandsins voru meðal gesta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir