Áfangastaðurinn Norðurland vestra 2030?
Áfangastaðurinn Norðurland vestra 2030?
Kynningarfundur í Miðgarði í Skagafirði fimmtudaginn 2. mars n.k. kl. 16 – 18
Stefnumótun í ferðaþjónustu -Staða, ímynd og tengsl við byggðaþróun.
Á fundinum mun Hjörtur Smárason hjá Saltworks kynna niðurstöður verkefnis, sem hann hefur unnið fyrir SSNV undanfarna 6 mánuði. Kynntar verða tillögur að stefnumótun fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi vestra út frá stöðu og samkeppnishæfni og hvernig ímynd svæðisins getur virkað á íbúaþróun og atvinnumál. Reifaðar verða tillögur að því hvernig megi styrkja ímynd svæðisins og í leiðinni aðdráttaraflið til að laða að nýja (og gamla..) íbúa - til góða fyrir samfélag og atvinnulíf.
Fundurinn er opinn jafnt íbúum sem og aðilum atvinnulífsins. Ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að fjölmenna.
Skráning hér
Frétt um útgáfu stöðugreiningar: Kúrsinn stilltur - niðurstöður stöðugreiningar liggja fyrir | Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (ssnv.is)
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.