V-Húnavatnssýsla

Ferðamenn út um allar koppagrundir

Sumarið minnti á sig um liðna helgi en íbúum og gestum á Norðurlandi vestra var boðið upp á hlýindi og hæga sunnangolu. Umferð ferðalanga er nú komin á fullt á svæðinu en þegar blaðamaður átti leið um Skagann sl. sunnudag voru sjó bílar í Kálfshamarsvík og mest megnis erlendir túristar á vappi með myndavélar á lofti. Við Ketubjörg hafa verið gerð bílastæði og þau nýtti fólk sér í sumarblíðunni.
Meira

Rabarbarahátíðin komin til að vera

Laugardaginn 29. júní fór fram Rabarbarahátíð í Húnabyggð, nánar tiltekið í gamla bænum á Blönduósi. Var þetta í fyrsta skiptið sem þessi hátíð er haldin en aðalmarkmið hátíðarinnar var tvíþætt; annars vegar að vekja fólk til umhugsunar um rabarbara og nýtingu hans og hins vegar að vekja athygli á svæðinu sem er falin perla. Þar sem hátíðin var einkaframtak grasrótarhóps sem hefur tröllatrú á tröllasúrunni tryggu gáfu allir vinnuna sína og ýmiss fyrirtæki og einstaklingar styrktu hátíðina með einum eða öðrum hætti. 
Meira

Brauðtertusnillingar Norðurlands vestra athugið

Þar sem að ég veit að margir snillingar í brauðtertugerð leynast á Norðurlandi vestra er tilvalið að vekja athygli á þessari keppni. Því brauðtertunni verður fagnað sem aldrei fyrr í sumar þegar Íslandsmótið í brauðtertugerð fer fram. Ætlar þú ekki að vera með?
Meira

Sláttur hófst um helgina eftir stórundarlega tíð

Sláttur hófst í Skagafirði um sl. helgi eftir langa bið. Veðurfarið hefur ekki verið bændum í hag þetta árið og þegar Feykir skoðaði hvenær sláttur hófst síðustu ár hefur hann verið að byrja í kringum mánaðarmótin maí/júni og fram í miðjan júní. Það er því nánast ógerlegt að finna það út hvort sláttur hafi einhvertíma byrjað seinna en hann gerði í ár og væri gaman að heyra frá bændum hvenær og hvort þeir muni eftir tíð sem var jafn slæm og nú.
Meira

Skagafjörður - Skipulagslýsing Tumabrekka land 2 og Sauðárkrókur, athafnarsvæði AT-403

Í Sjónhorninu og Feyki var auglýsing frá Sveitarstjórn Skagafjarðar en samþykkt var á 28. fundi þeirra þann 19. júní 2024 að auglýsa eftirtaldar skipulagslýsingar: Sauðárkrókur, athafnarsvæði AT-403 og Tumabrekka land 2, Skagafirði.
Meira

Tveimur verkefnum frá Norðurlandi vestra úthlutað styrk úr Tækniþróunarsjóði Rannís

Tækniþróunarsjóður Rannís fyrir árið 2024 úthlutaði styrkjum nýverið og voru tvö verkefni frá Norðurlandi vestra sem fengu styrk, ALOR sólarorkulausnir og María Eymundsdóttir fyrir ræktun burnirótar með aeroponic. Alls bárust 343 umsóknir í sjóðinn og var styrkveiting til nýrra verkefna 781 milljón króna en þar sem verkefnin eru til allt að þriggja ára nemur heildarkostnaður vegna þeirra 1.476 milljónum króna.
Meira

Hollvinasamtök HSN gáfu enn eitt æfingatækið

Endurhæfingaraðstaða á sjúkra- og dvalardeild sjúkrahússins á Blönduósi fékk góða gjöf þann 30. apríl síðastliðinn frá Hollvinasamtökum HSN en þá bættist við enn eitt æfingatækið. Um er að ræða rafknúið MOTOmed hjól sem er annað sinnar tegundar á staðnum og nýtist í styrkjandi og liðkandi þjálfun fyrir breiðan hóp skjólstæðinga hússins. 
Meira

Kvennamót GSS fór fram í blíðskaparveðri á laugardaginn

Kvennamót GSS fór fram í bongóblíðu á Hlíðarendavelli laugardaginn 30. júní og var þetta í 21. skiptið sem mótið var haldið. Völlurinn skartaði sínu fegursta, blómum skreyttur og snyrtilegur í alla staði. 51 kona, frá níu klúbbum, mættu til leiks og heppnaðist mótið vel. Sigurvegari í ár var Dagný Finnsdóttir frá Golfklúbbi Fjallabyggðar (42 punktar), í öðru sæti var Aldís Hilmarsdóttir frá GSS (41 punktur) og í þriðja sæti var Hulda Guðveig Magnúsdóttir frá Golfklúbbi Siglufjarðar (41 punktur). 
Meira

Fyllt grísalund og Oreo ostakaka

Matgæðingar vikunnar eru Gestur Sigurjónsson, kennari í Árskóla, og Erna Nielsen, bókari hjá RH endurskoðun. Gestur og Erna búa á Skagfirðingabraut ásamt fjórum af sex börnum þeirra. Kristu Sól (21), Sigurjóni Elís (10), Brynju (7) og Freyju (7) og hundinum Kappa (2).
Meira

Geggjuð kjötmarinering og marengsskál

Matgæðingar vikunnar í tbl 29 í fyrra voru Sunna Björk Atladóttir og Kristinn T. Björgvinsson en þau búa í Túnahverfinu á Króknum. Sunna Björk er 35 ára lögmaður og löggiltur fasteignasali að mennt ásamt því að vera eigandi Fasteignasölu Sauðárkróks. Kristinn er 44 ára, menntaður í húsasmíði og vinnur sjálfstætt við þá iðn. Þau eiga saman Björgvin Skúla Kristinsson sem er fjögurra ára. „Þegar við fáum fólk í mat er algjör snilld að henda í þessar uppskriftir – einfalt og þægilegt,“ segir Sunna. 
Meira