V-Húnavatnssýsla

Björgunarsveitin Strönd Eldhugi ársins 2023

Í byrjun febrúar óskaði Sveitarfélagið Skagaströnd eftir tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins í Eldhugi/eldhugar ársins 2023. Tilnefna mátti einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki og viðurkenninguna átti að veita á Þorrablóti Kvenfélagsins einingar í Fellsborg þann 17. febrúar. 
Meira

Húnaþing vestra hlaut styrk til uppsetningar tæknismiðju í Félagsheimilinu Hvammstanga

Á dögunum hlaut Húnaþing vestra styrk að upphæð kr. 10,5 milljónir til uppsetningar tæknismiðju í anda FabLab smiðja í Félagsheimilinu Hvammstanga. Er styrkurinn veitur af lið C1 á byggðaáætlun sem ber heitið sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða og hugsaður til tækjakaupa í smiðjuna.
Meira

Það rýkur úr undirskriftapennanum hjá Kormáki/Hvöt

Um helgina tilkynnti Kormákur/Hvöt fjóra liðsmenn sem skrifuðu undir hjá þeim á dögunum en það eru framherjinn Artur Balicki, senterinn Kristinn Bjarni Andrason,  markmaðurinn Snorri Þór Stefánsson og svo kantmaðurinn Jón Gísli Stefánsson. Á Facebook-síðunni Aðdáendasíða Kormáks/Hvatar er nánari lýsing á köppunum. 
Meira

Þorskhnakkar með chili og súkkulaðimús

Matgæðingar vikunnar í tbl 14, 2023, voru Davíð Már Sigurðsson, kokkur á Drangey SK 2 og myndasmiður, og konan hans Katrín Ingólfsdóttir, grunnskólakennari í Árskóla. Þau búa í Barmahlíðinni á Sauðárkróki og eiga saman fjögur börn, Rakel Sif, Viktor Smára, Daníel Frey og Kötlu Maríu. „Það er fátt betra en íslenski þorskurinn og er aðalrétturinn þorskhnakkar með chili og hvítlauk. Svo er gott að fá sér í eftirrétt einfalda og góða súkkulaðimús með rjóma og berjum,“ segir Davíð
Meira

,,Með hjálp systur minnar þá náði ég nokkuð góðum tökum á þessu,,

Hún Kolbrún Ósk Hjaltadóttir er frá Sauðárkróki en býr á Siglufirði með kærastanum sínum, honum Bjössa. Kolbrún er aðallega að prjóna á litlu frænkur sínar.
Meira

Ertu búin/n að skrá þig á námskeið hjá Farskólanum?

Í næstu viku verða fjögur námskeið í boði hjá Farskólanum. Það eru: Uppleið - nám byggt á hugrænni atferlismeðferð, Eldfjallafræði á mannamáli, vefnámskeið, Fab Lab Sauðárkrókur - Laserskurður - staðkennt og Fab Lab Sauðárkrókur - Fusion 360, og um að gera að skrá sig á þau námskeið sem ykkur líst á:) Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjöldin að fullu fyrir sína félagsmenn. (Þátttakendur greiða sjálfir fyrir hráefni þar sem það á við) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minna þau aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Meira

Skíðasvæðið opið frá 11-16 í dag og á morgun - skelltu þér á skíði!

Skíðasvæði Tindastóls verður opið í dag, laugardaginn 17. febrúar frá kl. 11-16 og á morgun, sunnudaginn 18. febrúar. Þá er bæði efri (útsýnisleið og sturlungaslóð) og neðri lyftan (norður- og suðurbrekkan) opin ásamt töfrateppinu og 4 km göngubraut. Veðrið er gott, aðeins -3 gráður, og því tilvalið að skella sér í brekkurnar í dag.
Meira

Skirtsteik og Panna Cotta

Matgæðingar vikunnar í tbl 13, 2023 voru Magnús Freyr Gíslason, arkitekt hjá Verkfræðistofunni Stoð ehf. og húsgagnasmiður, og Kolbrún Dögg Sigurðardóttir, kennari í Árskóla. Þau búa í Barmahlíðinni á Króknum og eiga saman þrjú börn, Kötlu, Hinrik og Jöklu. Maggi og Kolbrún áttu einnig veitingastaðinn Sauðá þegar þessi matgæðingaþáttur fór í birtingu en hann er staðsettur í brekkunni við hliðina á FNV. „Eftir þennann djúpa þrist frá Pavel ákvað ég að fara í öruggt tveggja stiga layup með þessum tveim réttum,“ segir Maggi.
Meira

Endurskoða örorkulífeyriskerfið

Drög að frumvarpi vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfisins hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Breytingarnar fela í sér bætta þjónustu, mikilvæga hvata til atvinnuþátttöku og bætt kjör með betra og einfaldara greiðslukerfi – sérstaklega fyrir þau sem einungis fá greiðslur frá almannatryggingum eða eru með litlar aðrar tekjur en frá ríkinu.
Meira

Lögreglan á Norðurlandi vestra vill minna á að blessuð börnin segja frá flestu - verum fyrirmyndir!

Á Facebook-síðunni Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að nú séu öll börn á fimm ára aldursári búin að fá heimsókn frá lögreglunni. Tilgangurinn með þessari heimsókn var að spjalla við þau um mikilvægi þess að nota öryggisbelti og endurskinsmerki. En frá ýmsu segja blessuð börnin og þau hafa greinilega verið vitni af að einhverjir í kringum þau noti hvorki endurskinsmerki né bílbelti sem er mjög alvarlegt mál ef eitthvað kemur upp á. Lögreglan vill því minna á að þeir sem eldri eru eru fyrirmyndir þeirra yngir og ávallt á að nota öryggisbelti og annan öryggisbúnað í bílum sem hæfir aldri og þorska barna, slysin gera ekki boð á undan sér þó svo viðkomandi sé jafnvel að aka á heimatúninu eða rétt úr í fjós.
Meira