Laddi og Jón Gnarr með Hvanndælsbræðrum í Hofi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
20.06.2024
kl. 13.50
Þar sem hæstvirtir Hvanndalsbræður hafa nú tengingu í Húnaþing vestra er allt í lagi að segja frá því að þeir hyggjast nú endurtaka leikinn frá því í fyrra en þá ætlaði allt um koll að keyra í menningahúsinu Hofi á Akureyri fyrir norðan í bókstaflegri merkingu því bræðurnir komu keyrandi á bíl inn á sviðið. Það er ekki útlit fyrir minna sprell að þessu sinni en Fjörleikahús Hvanndalsbræðra stígur á svið þann 21. september á slaginu 21.
Meira