V-Húnavatnssýsla

Vetrarmótaröð Þyts var haldið sl. laugardag

Hestamannafélagið Þytur hélt sitt fyrsta mót í Vetrarmótaröðinni þann 9. febrúar og var þá keppt í gæðingatölti í öllum flokkum en sl. laugardag, 24. febrúar, var annað mótið haldið og keppt var í fjórgangi og T4. Á heimasíðu Hestamannafélagsins segir að þátttakan hafi verið með ágætum á báðum mótunum í flestum flokkum en pollaflokkurinn hefur aldrei verið jafn stór, svo framtíðin er björt í hestasportinu og gaman var að sjá hversu margir áhorfendur voru á svæðinu. 
Meira

Verður þú næsti Skákmeistari Skagastrandar?

Um langt árabil fyrir nokkuð löngu voru haldin skákmót árlega og nú er vilji fyrir því að reyna að taka upp þráðinn á nýjan leik. H-59 ehf. á Skagaströnd hefur í hyggju að standa árlega fyrir skákmóti sem kallast Skákmót Skagastrandar.
Meira

Umsjón hátíðarhalda á 17. júní 2024

Íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnaþings vestra auglýsir eftir aðila, félagasamtökum eða einstaklingum sem eru reiðubúnir að taka að sér umsjón með undirbúningi og framkvæmd hátíðarhalda á Hvammstanga á þjóðhátíðardaginn 17. júní 2024.
Meira

Kryddlögur á grillkjötið og frönsk súkkulaðikaka

Matgæðingar vikunnar í tbl 16, 2023, eru Hreiðar Örn Steinþórsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og ökukennari og Þorbjörg Sandra Magnúsdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Árskóla. Þau búa í Drekahlíðinni á Sauðárkróki og eiga saman fjögur börn, þau Dagmar Lilju, Hilmar Örn, Hörpu Sif og Völu Marín.
Meira

Spurning um forgangsröðun - þarf eitt að útiloka annað?

Hvers vegna þarf að forgangsraða einu umfram annað og stilla upp tveimur valkostum um hvort sé mikilvægara fyrir samfélagið – menntastofnanirnar eða menningarstofnanirnar? Getum við ekki sammælst um að starfsemi beggja sé mikilvæg og hlúa þurfi að hvoru tveggja? Jafnvel væri ráð að fagna þeirri meðgjöf sem framkvæmdir munu hljóta frá stjórnvöldum í stað þess að stilla þeim upp á móti hvorri annarri og afþakka það fjármagn sem ríkið mun leggja fram til nauðsynlegra framkvæmda. Ljóst er að annað hvort þarf sveitarfélagið að standa straum af öllum kostnaði við varðveislurými eða fá til þess stuðning frá ríkinu í formi framlags til menningarhúss.
Meira

„Er með bændur í kringum mig og þeir vilja lopann“

Júlía Linda Sverrisdóttir, háriðnmeistari og kennari, fæddist á Siglufirði árið 1963. Júlía flutti í Skagafjörðinn fyrir þrjátíu og átta árum og bjó á Króknum í fimmtán ár en fór svo yfir um og býr nú á Vogum á Höfðaströnd með Birgi sínum. Júlía og Birgir eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Júlía hefur að mestu unnið við list/verkgreinakennslu við Grunnskólann austan Vatna eða frá 2004 en í ár vinnur hún á yngsta stigi skólans.
Meira

Kókoskúlur og Chow Mein

Matgæðingar vikunnar í tbl. 15, 2023, voru Hekla Eir Bergsdóttir, aðflutt að sunnan, og Óli Björn Pétursson, fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Þau eru bæði mjólkurfræðimenntuð og starfa í mjólkursamlagi KS, Hekla sem gæðastjóri og Óli Björn sem aðstoðar framleiðslustjóri. Þau eiga saman tvö börn, Birni Helga, fæddan 2020 og Kristínu Petru, fædd 2023.
Meira

Elísa Bríet valin í lokahóp U-16

Elísu Bríet Björnsdóttur þekkja flestir Tindastóls aðdáendur í knattspyrnu vel en hún er uppalin á Skagaströnd og spilaði með Kormáki/Hvöt/Fram þar til hún skipti yfir í Tindastól árið 2021.
Meira

Spurning um forgangsröðun?

Þarf eitt að útiloka annað? Nei, það vil ég ekki meina, en að mínu mati eiga framkvæmdir við leik- og grunnskóla samt að vera ofar í forgangsröðinni en framkvæmdir við menningarhús á Sauðárkróki. Mikil þörf er á endurbótum og framkvæmdum við grunnskólabyggingar í Skagafirði svo þær standist þarfir og kröfur nútímans, auk þess sem fullyrða má að aðstöðu til kennslu list- og verkgreina er meira og minna ábótavant. Það eru oft á tíðum þessar námsgreinar sem lúta lægra haldi þegar kemur að skipulagi húsnæðis og skólastarfs, sem er miður því þetta eru þær námsgreinar sem gefa nemendum tækifæri á að efla nýsköpunargáfu sína sem mikil eftirspurn er eftir á vinnumarkaði í nútímasamfélagi.
Meira

Opið fyrir umsóknir um styrki úr Lóu - nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Lóu. Styrkirnir eru nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina sem hafa það hlutverk að styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum. Styrkjunum er aðeins úthlutað til verkefna utan höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni.
Meira