V-Húnavatnssýsla

Um heilsuöryggi kvenna

Fyrrum nemandi minn, nú fjögurra barna móðir í Bolungarvík, fór á dögunum til kvensjúkdómalæknis. Hún lýsti einkennum fyrir lækninum og læknirinn tók leghálssýni, sagði henni síðan að samkvæmt lýsingunum gæti verið um frumuvöxt eða krabbamein að ræða en nú tæki við 8-10 vikna bið eftir niðurstöðum greiningar á sýninu.
Meira

Byggingarfulltrúi Húnaþings vestra lætur af störfum

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi Húnaþings vestra hefur látið af störfum en á heimasíðu sveitarfélagsins er honum þökkuð vel unnin störf í þágu þess og honum óskað alls hins besta í framtíðinni. Eins og Feykir hefur greint frá var gerður tímabundinn samningur við Blönduósbæ um verkefni byggingarfulltrúa Húnaþings vestra og hefur Skúli Húnn Hilmarsson verið ráðinn í tímabundna stöðu aðstoðarmanns byggingarfulltrúa.
Meira

Á forsendum byggðanna

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fer fram dagana 16. og 19. júní næstkomandi þar sem ég gef kost á mér í 2. sæti listans. Á þingferli mínum kjörtímabilið 2016 til 2017, og sem 1. varaþingmaður á yfirstandandi kjörtímabili, hef ég verið svo lánsamur að vinna með fjölda fólks um allt kjördæmið að góðum málum og fagnað með því ýmsum merkum áföngum. En róðurinn hefur líka víða verið þungur. Óskir um margvíslegar úrbætur eru skiljanlegar og réttmætar.
Meira

Hjólað í vinnuna - Leiðari Feykis

Það er gaman að fylgjast með því hvernig mannlíf hefur breyst í gegnum árin og hvernig fólk hefur brugðist við breyttu samfélagi. Margir hafa aukið útiveru og stunda heilbrigðan lífsstíl ólíkt því sem ég man eftir frá því ég sjálfur var á unglingsárum. Ekki rekur mig minni til að hafa séð hlaupandi manneskju nema fótboltaiðkendur og einstaka frjálsíþróttamenn á íþróttavellinum. Ef svo skyldi hafa verið að ég hafi séð einhvern á hlaupum var hann annað hvort á eftir einhverju húsdýri eða of seinn í búðina.
Meira

Grunnskóli austan Vatna sigraði í sínum riðli í Skólahreysti

Fyrstu tveir riðlar Skólahreysti fóru fram í gær í Íþróttahöll Akureyrar í beinni útsendingu á RÚV. Í fyrri riðli öttu kappi átta skólar af Austur- og Norðurlandi og þar mætti m.a. Grunnskóli austan Vatna sem gerði sér lítið fyrir og sigraði.
Meira

Heimaslátrun heimil í örsláturhúsum

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um slátrun í litlum sauðfjár- og geitasláturhúsum, örsláturhúsum, sem heimilar bændum að slátra sauðfé og geitum á búunum sjálfum og dreifa á markaði. Slík framleiðsla og dreifing hefur hingað til verið óheimil.
Meira

Húnaþing vestra semur við Blönduósbæ um verkefni byggingarfulltrúa

Byggingarfulltrúi Húnaþings vestra, Ólafur Jakobsson, hefur látið af störfum og fól byggðarráð sveitarstjóra að leita leiða til úrlausnar á verkefnum embættisins. Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra kemur kom fram að sveitarstjóri hafi kynnt tímabundna lausn á störfum fulltrúans.
Meira

Ný velferðarstefna fyrir aldraða

Í lok mars lögðum við nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar fram þingsályktunartillögu um nýja velferðarstefnu fyrir aldraða. Þar er lagt til að snúið verði frá ríkjandi viðhorfum í þjónustu við aldraða og markvisst horfið frá einhliða stofnanasýn. Með tillögunni er lögð höfuðáhersla á að hver einstaklingur eigi þess kost að búa á eigin heimili til æviloka með persónulegum stuðningsúrræðum við hæfi og samkvæmt eigin óskum.
Meira

Húni 42. árgangur kominn út

Húni, ársrit Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga, er kominn út, að þessu sinni 42. árgangur. Birtar eru fréttir síðasta árs úr öllum „gömlu sveitarfélögunum“ sem mynda Húnaþing vestra og minnst þeirra sem létust á síðasta ári á svæðinu. Einnig eru í ritinu frásagnir, ljóð og annar fróðleikur úr héraði.
Meira

Acai allra meina bót

Síðasta púsl í heimsmynd Kormáks Hvatar þetta sumarið hefur verið fundið og fellur sérlega vel að restinni. Skrifað hefur verið undir samninga við varnarmanninn Acai Elvira um að binda saman vörnina í sumar og kemur hann til móts við félaga sína nú innan skamms.
Meira