Húni 42. árgangur kominn út
Húni, ársrit Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga, er kominn út, að þessu sinni 42. árgangur. Birtar eru fréttir síðasta árs úr öllum „gömlu sveitarfélögunum“ sem mynda Húnaþing vestra og minnst þeirra sem létust á síðasta ári á svæðinu. Einnig eru í ritinu frásagnir, ljóð og annar fróðleikur úr héraði.
Meðal efnis eru: minningarbrot Ásbjarnar Guðmundssonar á Þorgrímsstöðum, frásögn Ólafar Ingu Sigurbjartsdóttur af ferð til Tansaníu, ábúendatal í Bæjarhreppi árið 1940 og nokkur nútímaljóð eftir Vilhjálm Pétursson frá Stóru-Borg. Ritnefnd annast útgáfu Húna í sjálfboðavinnu og allur ágóði af útgáfu hans rennur til íþrótta- og æskulýsstarfs USVH.
Húni er óvenju efnismikill þetta árið eða alls rúmar 250 síður. Útgáfan er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra. Húni er að berast áskrifendum þessa dagana, en hann er einnig seldur í lausasölu í Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga og Riishúsi á Borðeyri. Eins er hægt að panta eintak með því að senda tölvupóst á netfangið usvh@usvh.is
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.