V-Húnavatnssýsla

Alþjóðleg rannsókn á íslenskum hestaviðburði – Ný bók um Landsmót hestamanna

Út er komin bókin Humans, Horses and Events Management, sem fjallar um hestaviðburði og samskipti manns og hests (e. human-horse relations). Bókin er gefin út af CABI Publisher og er einstök að tvennu leyti. Annars vegar er þetta fyrsta bók sinnar tegundar sem fjallar um hestaviðburði sérstaklega og hins vegar hefur hún þá sérstöðu í viðburðastjórnunarfræðum að fjalla um einn ákveðinn viðburð frá mörgum sjónarhornum.
Meira

Ingvi Rafn ráðinn þjálfari Kormáks Hvatar

Meistaraflokksráð Kormáks Hvatar hefur ráðið Ingva Rafn Ingvarsson sem spilandi þjálfara liðsins leiktímabilið 2021 í stað Tryggva Guðmundssonar sem leystur var undan samningi fyrir stuttu. Í tilkynningu frá ráðinu segir að Ingva þurfi ekki að kynna í löngu máli fyrir íþróttaaðdáendum á Norðurlandi vestra, enda meðal leikja- og markahæstu leikmönnum í sögu Kormáks Hvatar.
Meira

Grillað folaldafille með fíneríi

Matgæðingur í tbl 3 á þessu ári var Ragnar Heiðar Ólafsson, sonur Ólafs Jónssonar og Sigurbjargar Rögnvaldsdóttur sem eru oft kennd við Helluland í Hegranesinu. Ragnar býr á Hvammstanga og er umsjónamaður Félagsheimilisins í þeim fallega bæ.
Meira

Um hvað verður kosið í Norðvesturkjördæmi? Tækifæri til sóknar

Föstudagsþáttur Viðreisnar í dag verður helgaður Norðvesturkjördæmi og er yfirskrift þáttarins „Um hvað verður kosið í Norðvesturkjördæmi? Tækifæri til sóknar“. Oddviti Viðreisnar í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar, Guðmundur Gunnarsson, fær til sín góða gesti til þess að ræða það sem brennur á íbúum. Gestir Guðmundar verða þau Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Borgarbyggðar, Pétur G. Markan, fyrrverandi bæjarstjóri Súðavíkurhrepps og fyrrverandi formaður Vestfjarðarstofu og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins.
Meira

„Grípum tækifærin verkin tala“

Norðvesturkjördæmið hefur verið að eflast mikið síðustu ár og tækifærin þar til áframhaldandi uppbyggingar eru óþrjótandi. Ég býð mig áfram fram til forystu í 1. sæti í forvali VG sem nú stendur yfir í Norðvesturkjördæmi til að fylgja fast eftir hagsmunabaráttu þessa landshluta til sjávar og sveita. Það er nauðsynlegt að skapa áfram þann jarðveg að ungt fólk leiti eftir búsetu út um land og stuðli þannig að vexti og viðgangi landshlutans.
Meira

Ísland grænt á ný, eitt Evrópuríkja

Ísland er aftur orðið grænt á korti sóttvarnastofnunar Evrópu, eitt Evrópuríkja en stofnunin uppfærir á hverjum fimmtudegi kort sem sýnir nýgengi COVID-19 smita í Evrópu. Á vef heilbrigðisráðuneytis kemur fram að græni liturinn sé til marks um að 14 daga nýgengi smita sé minna en 25 smit á hverja 100.000 íbúa.
Meira

Allt er fertugum fært – Leiðari Afmælis-Feykis

Eins og blaðið í dag ber með sér eru 40 ár liðin síðan fyrsta eintak Feykis kom fyrir augu lesenda eða hinn 10. apríl 1981. Á baksíðu fyrsta Feykis segir: „Nokkrir áhugamenn um blaðaútgáfu hafa tekið saman höndum og gert þetta fyrsta blað að veruleika. Okkur er það ljóst að til að gefa blað reglulega út þarf stofnun, hlutafé, ritnefnd og ritstjóra. Hann þarf svo aftur breiða fylkingu tíðindamanna um kjördæmið allt. Hingað til hafa útgefendur blaða hér unnið einir í hjáverkum störf sín.
Meira

Afmælisblað Feykis komið út

Afmælis-Feykir er kominn út en í blaði vikunnar er 40 ára útgáfu héraðsfréttamiðilsins Feykis minnst með ýmsum hætti. Viðtöl, upprifjanir, skemmtilegar minningar, torskilin bæjarnöfn og afþreying svo eitthvað sé nefnt. Meðal efnir eru viðmælendur sem spurðir voru út í kynni sín af blaðinu; Ragnar Z. Guðjónsson, ritstjóri Húnahornsins; Sigfús I. Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV.
Meira

Tilslakanir á sóttvörnum

Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20 manns, hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt með takmörkunum, sviðslistir einnig og skíðasvæðin geta opnað á ný. Þetta var tilkynnt í dag.
Meira

Hvað hefur Hjaltland að bjóða ferðamanninum? – Vísindi og grautur

Sjötta erindi vetrarins í fyrirlestrarröðinni Vísindi og grautur, sem haldið er af Ferðamáladeild Háskólans á Hólum, verður haldið í dag þriðjudaginn 13. apríl klukkan 13. Þar mun Andrew Jennings, lektor við „University of Highlands and Islands“ í Skotlandi flytja erindið: „Shetland tourism - What does Shetland have to offer the tourist and what has been the impact of Covid-19?“
Meira