V-Húnavatnssýsla

Nándin - Áskorandapenni Sofia B. Krantz, sálfræðingur og bóndi í Víðidalstungu 2

Ég þakka Sigríði Ólafsdótt Hvað er nánd? Guðbrandur Árni Ísberg gaf út bókin „Í nándinni – Innlifun og umhyggja“ árið 2013. Nánd má lýsa sem taugafræðilegt, lífeðlislegt og tilfinningalegt ástand, þar sem við getum verið við sjálf, sagt það sem okkur raunverulega finnst og gert það sem okkur raunverulega langar að gera. Eins og við öll vitum þá er það ekki alltaf sjálfsagt, einfalt mál. Hvað þarf til þess? Hvað getur staðið í vegi?ur kærlega fyrir áskorunina og tek undir með henni. Samfélagið okkar er virkilega magnað. Ég er fullviss um að nándin skiptir hér miklu máli.
Meira

Hugleiðingar um ánamaðka

Ég fór út að skokka einn morguninn eftir góða rigninganótt á hlaupabrautinni á Króknum og á meðan er ýmislegt sem fer í gegnum hausinn á mér og datt ég í þann gír að velta því fyrir mér af hverju í ands.. ánamaðkar tækju upp á því að koma upp á yfirborðið um og eftir vætutíð... eru þeir haldnir sjálfsvígshugleiðingum, nei ég segi bara svona. Mér þykir þetta samt frekar undarlegt. Halda þeir kannski að grasið sé grænna hinumegin við hlaupabrautina. Ég ákvað því að kynna mér betur þessa frekar ógeðslegu og slímugu skordýrategund sem gerir lítið gagn annað en að vera fuglamatur eða hvað?
Meira

Rifinn grís og kjúklingur á vöfflu

Matgæðingurinn í tbl 5 á þessu ári var Gunnar Bragi Sveinsson en sonur hans, Róbert Smári Gunnarsson, skoraði á pabba sinn að taka við boltanum í þessum matarþætti. Gunnar Bragi hefur verið áberandi í pólitíkinni fyrir hönd Framsóknarmanna en í dag er hann kenndur við Miðflokkinn og er búsettur á Reykjavíkursvæðinu en fæddur og uppalinn á Sauðárkróki.
Meira

Vinnumálastofnun hlýtur Byggðagleraugu SSNV 2021

Á ársþingi SSNV, sem haldið var í fjarfundi 16. apríl, voru Byggðagleraugu SSNV veitt í fyrsta sinn en á heimasíðu SSNV segir að undanfarið hafi mikið verið rætt um störf án staðsetningar og almennt flutning starfa út á land sem m.a. hefur lengi verið baráttumál sveitarstjórnarmanna á Norðurlandi vestra. Byggðagleraugu SSNV fyrir árið 2021 hlýtur Vinnumálastofnun fyrir árangursríka uppbyggingu starfsstöðva stofnunarinnar á Hvammstanga og Skagaströnd.
Meira

Heiðlóan er Fugl ársins 2021

Það er heiðlóan sem er sigurvegari kosninga um titilinn Fugl ársins 2021. Hún flaug beint á toppinn í atkvæðagreiðslunni og sigraði með glæsibrag þar sem hún fékk bæði flest atkvæði sem 1. val kjósenda og var einnig með flest atkvæði samanlagt sem 1.-5. val. Himbriminn veitti henni harða keppni. Alls bárust 2054 atkvæði og stóð valið um 20 fugla. Velja mátti fimm fugla og raða þeim í sæti 1-5.
Meira

Átta sóttu um lögreglustjóraembættið á Norðurlandi vestra

Átta umsóknir bárust um embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra sem auglýst var laust til umsóknar 27. mars síðastliðinn. Gunnar Örn Jónsson, fráfarandi lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, flutti sig um set og var skipaður í embætti lögreglustjórans á Vesturlandi frá 7. apríl. Sigurður Hólmar Kristjánsson, einn umsækjanda gegnir nú stöðunni sem settur lögreglustjóri.
Meira

Gleðilegt sumar

Að fornu voru aðeins tvær árstíðir – sumar og vetur sem skiptu árinu á milli sín. Og já - nú er komið að þeim helmingi sem sumar þekur. Í dag er sumardagurinn fyrsti. Þá var einnig forn siður að skiptast á gjöfum. Sumardagurinn fyrsti hefur alltaf verið helsti hátíðisdagurinn minn. Og já – sama hvernig viðrar. Fyrir mér er sumarið komið – tími vonar og nýs upphafs.
Meira

Gleðilegt sumar

Í dag er sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur. Hann er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Á WikiPedia segir að sumardaginn fyrsta beri alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl (það er fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl). Sumardagurinn fyrsti var lengi messudagur eða til 1744.
Meira

Mokveiði á grásleppunni

Fyrstu vikuna voru aðeins átta bátar á Norðurlandi vestra á grásleppuveiðum en í þessari viku bættust nokkrir bátar við og eru nú alls sextán bátar á veiðum á Norðurlandi vestra.
Meira

Sóttvarnahlið á heiðum - Leiðari

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Kóvidið hefur heldur betur haft áhrif á líf okkar undanfarin misseri, mismikið þó. Fólk hefur smitast og orðið mis alvarlega veikt, og því miður einhverjir dáið. Flestir hafa haldið sóttvarnareglur að mestu en varla alveg 100%. Það virðist samt halda ágætlega þó nú hafi blossað upp smit í borginni.
Meira