Lifandi samfélag – er slagorð Húnaþings vestra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
24.04.2024
kl. 08.03
Á dögunum var efnt til kosningar á milli fimm tillagna af slagorði fyrir Húnaþing vestra. Slagorðið Lifandi samfélag varð hlutskarpast og hefur sveitarstjórn samþykkt tillöguna. Í tengslum við kosninguna var þátttakendum boðið að skrá netfang sitt og taka þátt í happadrætti. Dregið hefur verið úr pottinum og voru Pálína Fanney Skúladóttir og Hörður Gunnarsson dregin úr pottinum.
Í tilkynningu á vef Húnaþings vestra segir að í vinning var 10 þús króna gjafabréf á einhvern þeirra veitingastaða sem eru í Húnaþingi vestra. Þau völdu gjafabréf á Northwest í Víðigerði og hafa nú fengið vinninginn afhentan.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.