Veðurstofan varar við rigningu og kulda í dag og á morgun

Myndin sýnir spá fyrir 2,5 sólarhringa uppsafnaða úrkomu, frá hádegi á þriðjudag til miðnættis aðfaranótt föstudags. SKJÁSKOT AF VEDUR.IS
Myndin sýnir spá fyrir 2,5 sólarhringa uppsafnaða úrkomu, frá hádegi á þriðjudag til miðnættis aðfaranótt föstudags. SKJÁSKOT AF VEDUR.IS

Töluvert hefur rignt síðustu daga á norðanverðu landinu og mest á Siglufirði. Í gær, þriðjudag, var viðvarandi úrkoma en ekki sérstaklega mikil ákefð, segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Veðurspár gera ráð fyrir að það bæti í ákefð í nótt og rigni hressilega á miðvikudag og fimmtudag á Tröllaskaga. Gul veðurviðvörun er fyrir Strandir og Norðurland vestra um hádegi í dag og á það einkum við austantil á svæðinu og á utanverðum Tröllaskaga.

Búast má við vexti í ám og lækjum og geta vatnsföll farið staðbundið yfir bakka sína. Auknar líkur eru á grjóthruni og skriðuföllum. Þeim sem hyggja á útivist er bent á hættu á kælingu og vosbúð vegna rigningar, strekkings norðanáttar og lágs lofthita.

Veðurspár gera ráð fyrir að það stytti upp þegar líður á fimmtudaginn og útlit fyrir fallegan sumardag á föstudag og ágætum hita og stylltu veðri um helgina þó sólin muni væntanlega fela sig bak við skýin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir