Útitónleikar Húnavöku í kvöld og stútfull dagskrá alla helgina
Húnavaka á Blönduósi hófst í gær og er þetta í 19. skipti sem þessi metnaðarfulla bæjar- og fjölskylduhátíð er haldin. Dagskráin er fjölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Samkvæmt frétt Húnahornsins þá verða útitónleikar á Húnavöku í kvöld og fara þeir fram aftan við íþróttamiðstöðina á Blönduósi.
Fram koma Villi naglbítur, sem skemmtir og kynnir, hljómsveitin Smóking, Jón Arnór og Baldur og Stuðlabandið. Þá verður einnig tónlistarveisla úr héraði. Veltibíll Sjóvár tekur nokkrar veltur á svæðinu og Taylor´s Tivolí hressir upp á unga og aldna. Útitónleikarnir eru frá klukkan 19:30-22:00.
Friðrik og Höskuldur spila á Teni klukkan tíu í kvöld og klukkutíma síðar hefst stórdansleikur í Félagsheimilinu á Blönduósi þar sem Stuðlabandið keyrir upp stuðið fram til klukkan þrjú eftir miðnætti.
Á morgun er svo mikil dagskrá að rétt er að benda á að dagskrán má sjá á Facebook-síðu Húnavöku en rétt er að minna á fjölskylduskemmtunina sem hefst kl. 14 aftan við íþróttamiðstöðina. Veðurstofan ætlar að fara sparlega með sólargeislana á morgun en gerir ráð fyrir fínu veðri í kvöld og á morgun þegar hitinn fer nálægt 20 gráðum.
Það ættu allir að mæta á Húnavöku!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.