Úrslit V5 í Mótaröð Þyts
Fyrsta mótið í Mótaröð Þyts var haldið laugardaginn 25. febrúar, keppt var í fjórgangi V5 í öllum flokkum nema barnaflokki þar sem keppt var í tvígangi. Á heimasíðu Þyts kemur fram að mótanefnd hafi ákveðið, í samráði við foreldra, að breyta þessu úr fjórgangi í tvígang til að fleiri krakkar gætu verið með.
„Með því að breyta þessu fengum við sex knapa í barnaflokk og var mjög gaman að sjá alla þessa flottu knapa. Í pollaflokk mættu fimm knapar sem skemmtu sér vel í brautinni og voru auðvitað langflottust. Pollarnir sem mættu til leiks voru Viktoría Jóhannesdóttir og Prins frá Þorkelshóli, Margrét Þóra Friðriksdóttir og Gustur frá Þverholtum, Dagur Anton Ásgeirsson og Keilir, Gígja Kristín Harðardóttir og Hrókur frá Flatatungu, Helga Mist og Stefanía Ósk Birkisdóttir og Klaki frá Galtanesi,“ segir í frétt Hestamannafélagsins Þyts.
Í tvígangi barnaflokks sigraði Herdís Erla Elvarsdóttir á Grifflu frá Grafarkoti og Indriði Rökkvi Ragnarsson og Gjóla frá Grafarkoti í unglingaflokki. Í fjórgangi V5, 1. flokki, varð Elvar Logi Friðriksson efstur á Magdalenu frá Lundi, Þórir Ísólfsson á Merkúr frá Lækjamóti í 2. flokki og Eva-Lena Lohi og Draumur frá Hvammstanga í 3. flokki.
Á heimasíðu Þyts thytur.123.is eru öll úrslit mótsins rakin og fleiri myndir til að skoða. Sjá HÉR.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.