Urðun í Miðfjarðarhólfi lauk í gær

Unnur Valborg, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. MYND: HUNATHING:IS
Unnur Valborg, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. MYND: HUNATHING:IS

Líkt og kom fram í Feyki sl. þriðjudag var riðusmitað fé aflífað á bænum Syðri-Urriðaá þann dag og í gær var loks hægt að urða eftir deilur um staðsetningu. Vísir.is hefur eftir Unni Valborgu Hilmarsdóttur, sveitarstjóra í Húnaþingi vestra, að það sé léttir að þessum kafla sé lokið þó enginn sé sáttur við urðun. Rúmlega 700 kindur voru aflífaðar en urða þurfti hræin þar sem brennsluofn sorpeyðingarfyrirtækisins Kölku var ekk tiltækur.

Til stóð að urða í öðru sóttvarnarhólfi en á endanum var urðað í Miðfjarðarhólfi þar sem riðan kom upp en á stað þar sem ekki er stunduð sauðfjárrækt.

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitastjóri í Húnaþingi vestra, segir í frétt Vísis að það sé léttir að málið hafi verið leyst. „Það lögðust allir á eitt þessa síðustu klukkutíma við að leysa þetta mál og ég verð öllu því fólki sem kom að því ævinlega þakklát. Það verður að segjast að það er enginn ánægður með að féð hafi verið urðað en þetta var bara það eina í stöðunni því miður,“ segir Unnur.

Sjá nánar á Vísi >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir