Unnur Valborg hættir sem framkvæmdastjóri SSNV
Í morgun kom ný stjórn SSNV saman til fjarfundar og lágu níu dagskrárliðir fyrir fundarmönnum. Stærsta fréttin af fundinum telst vafalaust uppsögn framkvæmdastjóra samtakanna, Unnar Valborgar Hilmarsdóttur, sem gegnt hefur starfinu síðastliðin fjögur ár.
Fram kemur í fundargerð að stjórnin þakkar Unni Valborgu vel unnin störf í þágu SSNV og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Í framhaldinu var formanni falið að óska eftir tilboðum í ráðningarferli nýs framkvæmdastjóra.
Á fundinum var Hrund Pétursdóttir kjörin varaformaður SSNV og Jóhanna Ey Harðardóttir var tilnefnd sem fulltrúi samtakanna í stjórn Markaðsstofu Norðurlands. Þá tilnefndi stjórnin Álfhildi Leifsdóttur til áframhaldandi setu í stafrænu ráði sveitarfélaga.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.