Unnur ráðin sveitarstjóri í Húnaþingi vestra

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, nýráðin sveitastjóri Húnaþings-Vestra
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, nýráðin sveitastjóri Húnaþings-Vestra

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur ráðið Unni Valborgu Hilmarsdóttur í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. Unnur tekur við af Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur sem starfað hefur sem sveitarstjóri í Húnaþingi vestra frá 15. ágúst 2019.
Unnur hefur undanfarin fjögur ár starfað sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra en sagði upp starfi sínu nú rétt fyrir mánaðamót. Þar áður var hún oddviti sveitarstjórnar í Húnaþingi vestra.

Unnur er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands (MPA), B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands, viðbótardiplomu í rekstri og stjórnun frá EHÍ.

Gert er ráð fyrir að Unnur taki til starfa í september.

/huni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir