Tvö verkefni hlutu styrk úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra
Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra þann 26. júní sl. var úthlutað úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Þetta er í tíunda sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og hlutu tvö verkefni styrk að þessu sinni.
Verkefnin tvö hlutu hvor um sig 1.000.000 kr. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga fyrir hönd óstofnaðs félags hlaut styrk í verkefnið Skógarplöntur og Handbendi brúðuleikhús til verkefnisins Listamannadvöl á Hvammstanga.
„Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra var stofnaður árið 2014. Frá stofnun hafa 27 verkefni hlotið styrk samtals að upphæð um 18 milljónir króna. Markmið sjóðsins er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu. Sjóðnum er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar. Úthlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári,“ segir á heimasíðu Húnaþings vestra.
Björn Líndal kaupfélagsstjóri og Unnur Valborg sveitarstjóri við undirritun samningsins um styrk til skógarplöntuverkefnis.
Greta Clough stofnandi Handbendis og Unnur Valborg Sveitarstjóri við undirritun samningsins um styrkt til markaðssetningar listamannadvalar á Hvammstanga.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.