Tugmilljóna hækkun á leiguverði Víðidalsár

Veitt í Víðidalsá. MYND AF VEF STARA.IS
Veitt í Víðidalsá. MYND AF VEF STARA.IS

Tilboð í eina vinsælustu veiðiá landsins, Víðidalsá í Vestur-Húnavatnssýslu, voru opnuð í gær. Samkvæmt veiðivefnum Sporðaköstum á Mbl.is bárust tilboð frá fimm aðilum og nokkuð ljóst að leiguverðið, sem nú er um 80 milljónir króna á ári, mun hækka um tugi milljóna en nokkur tilboðanna sem bárust munu hafa verið vel yfir 100 milljónir króna.

Hæsta boð var um 115 milljónir króna og barst það frá núverandi leigutökum, Starir ehf., í samstarfi við landeigendur kennda við Stóru-Borg í Víðidal. Tvö veiðihús eru hluti af leigunni en veiðiréttur var að þessu sinni boðinn út til fimm ára og hefst nýtt leigutímabil sumarið 2024.

Sporðaköst hafa eftir Birni Magnús­syni, bóndi að Hóla­baki og formanni Veiðifélags­ Víðidalsár, að hann sé „...ánægður með til­boðin sem bár­ust en ljóst er að þessi til­boð hljóða upp á mikla hækk­un til land­eig­enda, eða sem nem­ur tug­um millj­ón­um króna á ári. Að sama skapi er ljóst að hækk­un á veiðileyf­um í Víðidalsá verður mik­il. Björn átti von á fleiri til­boðum en er ánægður með þau sem bár­ust. Veiðifé­lagið mun taka sér tíma í að fara yfir til­boðin að sögn Björns og ræða við þá sem buðu, áður en fé­lags­fund­ur verður kallaður sam­an til að kjósa um til­lögu stjórn­ar.“

Sjá nánar frétt Sporðakasta >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir