Tímafrestur ráðherra löngu liðinn

Sauðfé úti í náttúrinni. MYND: ÓAB
Sauðfé úti í náttúrinni. MYND: ÓAB

Ennþá hefur ekki verið gengið frá samningum við sauðfjárbændur í Húnaþingi vestra sem skera þurftu niður fjárstofn sinn vegna riðu fyrr á þessu ári. Tímafrestur ráðherra vegna þessa er löngu liðinn og með öllu ólíðandi vinnubrögð að ekki skuli frá þessu gengið að mati strjórnar SSNV. Skorar stjórnin jafnframt á Matvælaráðherra að ganga frá samningum hið fyrsta við alla þá bændur sem málið varðar.

Ályktnin er á þessa leið: „Á stjórnarfundi Sambands Sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), 17. ágúst 2023 var rætt um stöðu sauðfjárbænda í Húnaþingi vestra og þá staðreynd að Matvælaráðherra hefur ekki ennþá gengið frá samningum við þá bændur sem skera þurftu niður sinn fjárstofn vegna riðu.

Það er skýrt í reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar, nr. 651/2001, að fullnaðargreiðsla fyrir felldan fjárstofn skal innt af hendi eigi síðar en 45 dögum eftir að förgun lauk. Tímafrestur ráðherra til að ganga frá umræddum samningum er því löngu liðinn en drög að samningunum hafa legið í langan tíma til staðfestingar í ráðuneytinu, en ekki verið afgreiddir þar út. Þetta telur stjórn SSNV ólíðandi vinnubrögð og skorar á Matvælaráðherra að ganga strax frá samningum við alla þá bændur sem fella þurftu sinn bústofn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir