Selatalningin mikla fer fram á sunnudaginn

Selatalningin mikla á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga núna nk. sunnudag, 30. júlí. 

Á vef Selasetursins eru allir hvattir til að taka þátt, hvort sem þeir séu heimamenn, landeigendur eða ferðamenn á ferð sinni um landið. 

Með þátttöku gefst fólki kostur á að skoða seli í sínu náttúrulega umhverfi og nánari upplýsingar um talninguna má nálgast hér á heimasíðu Selasetursins. 

Lengri opnunartími á Selasetrinu meðan Eldurinn í Húnaþingi logar

Á meðan Eldurinn logar í Húnaþingi verður Selasetrið opið frá 10 til 22, miðvikudags til laugardags, happy hour er á barnum frá 18 til 20. 

Það er tilvalið að koma og fræðast um seli og rostunga, nýta sér góð tilboð í búðinni eða fá sér rjúkandi kaffi- eða kakóbolla eða öðruvísi hressandi drykk á barnum og um leið styrkja starfsemi setursins. 

 

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir