Salbjörg Ragna lék sinn fyrsta A-landsleik
Salbjörn Ragna Sævarsdóttir körfuboltakona frá Borðeyri við Hrútafjörð lék í síðustu viku sinn fyrsta A-landsleik með íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta. Leikurinn var gegn Ungverjum í undankeppni EM 2017. Salbjörg Ragna, sem spilar með Hamri, var eini nýliðinn í þessum leik.
Íslenska landsliðið vann það ungverska 87-77, með einhverri bestu frammistöðu sem liðið hefur boðið upp á, að því er fram kemur í frétt á karfan.is. Þar er einnig að finna mikið af góðum ljósmyndum frá leiknum.
Leikmannahópurinn var eftirfarandi:
Nafn · Félag · Landsleikir
3 Ingunn Embla Kristínardóttir · Grindavík · 4 landsleikir
4 Helena Sverrisdóttir · Haukar · 60 landsleikir
6 Bryndís Guðmundsdóttir · Snæfell · 38 landsleikir
7 Margrét Kara Sturludóttir · Stjarnan · 14 landsleikir
9 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Grindavík · 39 landsleikir
10 Gunnhildur Gunnarsdóttir · Snæfell · 22 landsleikir
11 Pálína Gunnlaugsdóttir · Haukar · 34 landsleikir
12 Sandra Lind Þrastardóttir · Keflavík · 6 landsleikir
15 Salbjörg Ragna Sævarsdóttir · Hamar · Nýliði
22 Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell · 3 landsleikir
25 Ragna Margrét Brynjarsdóttir · Stjarnan · 32 landsleikir
26 Auður Íris Ólafsdóttir · Haukar · 8 landsleikir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.