Rúmar 20 milljónir úr Húsafriðunarsjóði á Norðurland vestra
Alls bárust 285 umsóknir um styrk úr húsafriðunarsjóði árið 2022 alls upp á ríflega 1,2 milljarða króna en einungis var úthlutað fjórðungi þeirrar upphæðar eða 300 milljónir til 242 umsókna sem hlutu náð fyrir augum matsnefndar. Nokkur verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrki upp á rúmar 20 milljónir.
Í flokki friðlýstra kirkja hlaut Silfrastaðakirkja næsthæsta styrkinn eða 4,5 milljónir en Holtastaðakirkja fékk 2,8 millj., Viðvíkurkirkja 850 þús., Staðarbakkakirkja 500 þús. og Þingeyraklausturskirkja 300 þúsund krónur.
Glaumbær í Skagafirði 900 þús. í flokki friðlýstra húsa og mannvirkja og Norðurbraut á Hvammstanga 1.050 þús. í flokki annarra húsa og mannvirkja. Níu friðuð hús og mannvirki fengu samtals 12,1 millj. á Norðurlandi vestra, Gúttó á Sauðárkróki hæstu upphæðina 3,2 millj.
Þau eru:
Gamli læknabústaðurinn á Blönduósi 1.000
Gamli spítalinn á Blönduós 650
Gamla sæluhúsið á Hveravöllum 1.400
Kúlukvíslarskáli við Kjalveg Auðkúluheiði 300
Skólahúsið á Sveinsstöðum 800
Gamla læknishúsið á Sauðárkróki 1.700
Gúttó á Sauðárkróki 3.200
Hraun á Skaga - Gamli bær 1.050
Tyrfingsstaðir Skagafirði 2.000
Sjá nánar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.