Örvar Birkir í stól framkvæmdastjóra hjá Selasetri Íslands

Guðmundur Ragnarsson, stjórnarformaður Selaseturs Íslands, og Örvar Birkir, nýr framkvæmdastjóri, takast í hendur. MYND: SELASETUR ÍSLANDS
Guðmundur Ragnarsson, stjórnarformaður Selaseturs Íslands, og Örvar Birkir, nýr framkvæmdastjóri, takast í hendur. MYND: SELASETUR ÍSLANDS

Örvar Birkir Eiríksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands á Hvammstanga frá og með áramótum. Í tilkynningu á vef setursins kemur fram að Páll L. Sigurðsson hafi jafnframt látið af störfum.

Örvar er uppalinn á Syðri-Völlum í Kirkjuhvammshreppi í Vestur-Húnavatnssýslu, fæddur árið 1976 og státar af BA gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands auk þess sem hann stundaði nám í sama fagi og á að baki diplómanám í markaðs- og útflutningsfræðum. Hann hefur einnig lokið M.Ed. gráðu í kennslu samfélagsgrina frá Háskóla Íslands.

Síðustu ár hefur Örvar starfað sem kennari en áður starfaði hann m.a. um sjö ára skeið við menningartengda ferðaþjónustu í Viðey og í níu ár var hann verslunarstjóri hjá alþjóðlegri verslunarkeðju.

Hann er kvæntur Erlu Björgvinsdóttur þroskaþjálfa og eiga þau fimm börn. Örvar hefur í gegnum tíðina verið tíður gestur á heimslóðum þar sem foreldrar hans búa enn og segir á vef Selaseturs að hann hafi því mikla og sterka tengingu við samfélagið í Húnaþingi vestra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir