Nýútkomin bók Jóhanns F.K. Arinbjarnarsonar
Nú í júní kom út bókin ÓGNAREÐLI – GLÆPSAMLEG ÁSTARSAGA eftir rithöfundinn og Húnvetningurinn Jóhann F.K. Arinbjarnarson.
Bókin ÓGNAREÐLI – GLÆPSAMLEG ÁSTARSAGA er sannkallaður sumarsmellur og hentar vel í hvaða tjaldvagn, hjólhýsi eða sumarbústað sem er.
Höfundurinn hefur áður sent frá sér skáldsögurnar SKAÐAMAÐUR (2010) og LEITIN AÐ ENGLI DAUÐANS (2016).
Hann er einnig með Youtube-rásina ICELAND IN REAL LIFE.
„Sigríður Vagnsdóttir er sextán ára og býr í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún elskar klassískt rokk og reynir að fara í ræktina minnst þrisvar í viku.
Mamma hennar er dáin, pabbi hennar er í fangelsi og hún hefur alltaf átt erfitt með að eignast vini. Og í fyrsta sinn á ævinni er hún ástfangin.
En Sigríður býr yfir leyndarmáli; hún er hættulegasta glæpakona landsins.“
Hægt er að panta á pöntunarsíðu á www.godar-baekur.is. Engin sendingarkostnaður fyrir fyrstu 10 pantanir, eftir það er sendingarkostnaður kr. 1000.
/IÖF
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.