Niðurstöður úr Selatalningunni miklu
Selatalningin mikla á vegum Selaseturs Íslands fór fram í ellefta skipti þann 25. júlí sl. Það tóku 58 innlendir og erlendir sjálboðaliðar þátt í talningunni að þessu sinni og alls sáust 718 selir.
Markmið talningarinnar er að fylgjast með fjölda sela og staðsetningu þeirra á strandlengju Vatnsness og Heggstaðarness á Norðurlandi vestra sem er um 107 kílómetrar að lengd.
Samkvæmt heimasíðu Selasetursins hefur aðsóknin á safnið verið góð í ár og heldur betri en í fyrra.
"Góð aðsókn hefur verið á Selasetur Íslands í sumar og höfum við fengið fleiri gesti núna um mitt sumarið en allt árið í fyrra. Íslendingar sem og erlendir ferðamenn hafa verið duglegir að heimsækja okkur, auk þess sem við höfum fengið heimsóknir skólahópa, ferðamannahópa, bæði innlenda sem erlenda."
Heimamenn sem og aðrir eru hvattir til þess að gera sér góðan dag og koma við á safninu.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.