Matvælastofnun kærir bændur í Miðfirði

Sauðfé. MYND: ÓAB
Sauðfé. MYND: ÓAB

Nú eru fjórir mánuðir síðan riðusmit var staðfest í Miðfjarðarhólfi og hefur það dregið dilk á eftir sér. Í frétt á RÚV er sagt frá því að Matvælastofnun hafi kært bændur á bæjunum Barkarstöðum og Neðri-Núp til lögreglu fyrir að hunsa fyrirmæli yfirdýralæknis. „Það eiga þeir að hafa gert með því að afhenda ekki tíu gripi sem komu af bæjum þar sem riða hefur verið staðfest. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra,“ segir í fréttinni.

Sauðfjárbændur í Miðfjarðarhólfi telja sig hafa fengið misvísandi skilaboð um afhendingu fjár í kjölfar riðu enda hafi þeim verið sagt að eftir 18. apríl yrði ekki skorið meira fé vegna sauðburðar.„Svo fengu þeir bændur sem höfðu keypt fé frá Urriðaá bréf 9. maí um að skila þessum gripum til MAST og þá eru náttúrulega allir komnir á fullt í sauðburð og það var búið að segja þeim að það yrðu ekki teknir fleiri gripir fyrir sauðburð. Þannig að bændum fannst þetta skjóta mjög skökku við,“ hefur RÚV eftir Sigríði Ólafsdóttur, formanni landbúnaðarráðs í Húnaþingi vestra, að bændur séu ósáttir segir Sigríður.

Sjá nánar á RÚV >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir