Jóhann Óskar – Hljóðfærið mitt

Jóhann Óskar með Gibsoninn. Mynd: Aðsend.
Jóhann Óskar með Gibsoninn. Mynd: Aðsend.

Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson býr á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi og rekur ferðaþjónustu á Syðri-Þverá í Vesturhópi. Jóhannes Óskar er einnig í lífrænni hampræktun ásamt því að halda úti síðunni Natural bones design en hann hannar listmuni úr dýrabeinum og hauskúpum. Hann hefur dálæti af gömlum eðal hljóðfærum og mögnurum og á orðið veglegt safn af slíkum gripum. Jóhann Óskar er einnig söngvari í hljómsveitinni Lost Performance.

Hvaða hljóðfæri heldur þú mest uppá af þeim sem þú átt? (tegund, týpa, árgerð)
Þessi er erfið... En ég verð að segja Gibson SG 1968 árgerð af rafmagnsgítar.

Ert þú fyrsti eigandinn að hljóðfærinu? Hvar keyptiru það? Ef ekki hver/hverjir áttu það á undan þér?
Nei ég er ekki sá fyrsti, ég keypti gítarinn á Facebook og var sagt að hann kæmi frá Dan Auerbach úr Black Keys og ég tel það nokkuð áreiðanlegt.

Hefur hljóðfærið hljómað á einhverjum plötum eða lögum?
Ég veit ekki hvort það hafi verið notað í einhverjum upptökum með honum Dan Auerbach en ég gæti samt komist að því... En ég er sjálfur að fara með hann í upptökur núna á næstunni.

Hefur þetta hljóðfæri eitthvað fram yfir svipuð hljóðfæri að þínu mati?
Þessi gítar er bara geggjaður, sennilega besti háls sem ég hef strokið, hann er settur upp af Dan Johnson sem er víst gúrú í þessum bransa og hefur verið gítar-tech hjá The black keys, Alice Cooper og Sigur rós.

Gætir þú hugsað þér að selja það einhvern tíman?
Ég hef nú ekkert velt því fyrir mér.

Hefur þú séð á eftir einhverju hljóðfæri sem þú værir til í að eiga í dag?

Já gömlum Rickenbacker gítar, og fyrsta magnaranum sem ég eignaðist Marshall JCM 800.

/SMH

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir