Hvalreki á Bessastöðum

Helga Rún Jóhannsdóttir við Búrhvalinn. Mynd Guðný Helga Björnsdóttir.
Helga Rún Jóhannsdóttir við Búrhvalinn. Mynd Guðný Helga Björnsdóttir.

„Hvað rekur ekki á fjöru manns en eitt stykki búrhvalur? Og það engin smásmíð. Já og hann er verulega andfúll,“ segir í færslu Bessastaðabúsins á Heggstaðanesi í Húnaþingi vestra en sl. föstudag tóku ábúendur eftir því að hval hafði rekið á fjörur þeirra undir Álfaklifinu, sunnan við bæinn.

Þó hvalreki hafi verið góður hér á landi fyrr á öldum er ekki sama uppi á teningnum í dag þar sem ekkert er notað til nokkurs brúks nema tennurnar sem gætu talist til verðmæta. Oft er bent á það að hvalreki í dag valdi landeigendum vandræðum með að losna við gríðarstórt hræið. Hvernig verði með framhaldið með hræið og annað segja landeigendur, Guðný Helga Björnsdóttir og Jóhann Magnússon, það koma í ljós í dag.

Hér fyrir neðan má sjá sjá vídeó sem birtist á Facebook-síðu Bessastaðabúsins.

 

Posted by Bessastaðir Guðný Og Jói on Föstudagur, 18. mars 2022

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir