Hvað gerist þegar kona fer?
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
24.11.2022
kl. 10.35
Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar býður öllum þeim sem áhuga hafa á fyrirlestur með Ásdísi Ýr Arnardóttur fjölskyldufræðingi sem ber heitið „Hvað gerist þegar kona fer? Hvernig má styðja við konur sem vilja slíta ofbeldissambandi?“ og fjallar um þær aðstæður og tilfinningar sem gjarnan myndast þegar kona yfirgefur ofbeldissamband.
Fyrirlesturinn fer fram kl. 21:00 þann 24. nóvember í fyrirlestrarsal FNV og er aðgangur ókeypis. Fyrirlestrinum verður einnig streymt á eftirfarandi slóð: https://play.extis.one/soroptimistar_24/
Allir eru hjartanlega velkomnir.
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.