Hátíðarfundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra á morgun

Í tilefni af því að í júní eru liðin 25 ár frá því að hrepparnir sjö í Vestur-Húnavatnssýslu voru sameinaðir í eitt, hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra boðað til sérstaks hátíðarfundar klukkan 15:00 í félagsheimilinu á Hvammstanga, fimmtudaginn 8. júní. 

Á vef Húnaþings vestra kemur fram að fundurinn sé opinn öllum eins og sveitarstjórnarfundir eru jafnan en í tilefni þessara tímamóta eru íbúar sérstaklega boðnir velkomnir til fundar. 

Öllum sveitarstjórnarmönnum sameinaðs sveitarfélags frá upphafi hefur verið boðið og munu þeir fá afhent gullmerki með þökkum fyrir framlag sitt. 

Auk þess verða tónlistaratriði flutt og boðið upp á kaffiveitingar að hætti kvenfélagskvenna að fundi loknum. 


/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir