Framkvæmdir hafnar við lagningu neysluvatnslagnar frá Hvammstanga að Laugarbakka

Greint er frá því á vef Húnaþings vestra að framkvæmdir við lagningu neysluvatnslagnar frá Hvammstanga hafi hafist fyrir skemmstu. Verið er að bregðast við vatnsskorti sem hefur komið upp reglulega um nokkurt skeið.

Framkvæmdin er mikilvægur þáttur í að bæta búsetuskilyrði á Laugarbakka og styrkja innviði svo efla megi atvinnustarfsemi á svæðinu,“ segir í tilkynningu.

Lögnin sem um ræðir er 160 mm og samið var við lægstbjóðanda, Set ehf. á Selfossi eftir að tilboð voru fengin frá þremur söluaðilum.

Agnar Sigurðsson annast jarðvinnu verksins en tilboð hans hljóðaði upp á 88% af kostnaðaráætlun. Fjögur tilboð bárust. Starfsmenn áhaldahúss sjá um suðuvinnu og gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki í september.

Verkefnið hlaut 15. Milljón króna styrk úr byggðaáætlun.

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir