Fimmtán hlutu styrk úr Húnasjóði

Auglýsing alþýðuskólans sem birtist í Tímanum 2. júlí árið 1919.
Auglýsing alþýðuskólans sem birtist í Tímanum 2. júlí árið 1919.

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra 24. júlí sl. var úthlutað úr Húnasjóði.  Tilgangur sjóðsins er að stuðla að endur- og fagmenntun í Húnaþingi vestra og var stofnaður af hjónunum Ásgeiri Magnússyni og Unni Ásmundsdóttir í þeim tilgangi að minnast Alþýðuskóla Húnvetninga og starfseminnar sem þar fór fram. Ásgeir stofnaði Alþýðuskólann og rak hann á Hvammstanga á árunum 1913 til 1920.

Alls bárust 16 umsóknir sem er umtalsvert meiri fjöldi en fyrri ár. 15 þeirra uppfylltu skilyrði til úthlutunar. Samkvæmt stofnskrá sjóðsins skal sveitarsjóður leggja sjóðnum árlega til fé samkvæmt fjárhagsáætlun hverju sinni. Árlegu framlagi Húnaþings vestra ásamt hálfum vöxtum höfuðstóls skal úthluta í styrki á ári hverju. Framlag Húnaþings vestra samkvæmt fjárhagsáætlun er kr. 600.000 en með uppsöfnuðum vöxtum höfuðstóls eru samtals kr. 910.000 til úthlutunar að þessu sinni.

Samþykkt var að veita eftirtöldum umsækjendum styrk að upphæð kr. 65.000 úr Húnasjóði þetta árið.

Anna Berner, B.Ed. í leikskólafræðum.
Dagrún Sól Barkardóttir, B.Ed. í kennarafræði.
Ellý Rut Halldórsdóttir, B.Ed. í kennararfræði.
Eva Dögg Pálsdóttir, BS í reiðmennsku og reiðkennslu.
Hannes Þór Pétursson, kjötiðn.
Karen Ásta Guðmundsdóttir, BA í sálfræði.
Karítas Aradóttir, BS í viðskiptafræði.
Kristín Ólafsdóttir, BA í miðlun og almannatengslum.
Mara Birna Jóhannsdóttir , BA í skapandi tónlistarmiðlun.
Matthildur Hjálmarsdóttir, rennismíði.
Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir, BA í lögfræði.
Stella Dröfn Bjarnadóttir, BS í búvísindum.
Telma Rún Magnúsdóttir, BS í lyfjafræði.
Tómas Bergsteinn Arnarsson, BS Í landfræði.
Viktor Ingi Jónsson, B.Ed. í kennarafræði.

 

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir