Falspóstur frá Nýprent

Svona lítur svikapósturinn út. Alls ekki opna póstinn hafi hann borist í pósthólfið þitt.
Svona lítur svikapósturinn út. Alls ekki opna póstinn hafi hann borist í pósthólfið þitt.

Það óheppilega atvik hefur átt sér stað að einhver hefur hakkað sig inn í netpóst eins starfsmanns Nýprents á Sauðárkróki og hefur líklega sent út póst á fjölda manns. Fólk er beðið um að opna ekki póst sem kemur úr netfanginu klara@nyprent.is meðan verið er að komast fyrir vandamálið.

„Sæll,
Sjá meðfylgjandi tillögu Nýprent.
Farið yfir tillöguna,“ stendur í póstinum og viðkomandi beðinn um að opna krækju.

Sem sagt EKKI opna þennan póst hafi hann borist þér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir