Dögun hlaut 20 milljón króna styrk til orkuskipta
Í vor auglýsti Orkusjóður eftir styrkjum samkvæmt áherslum stjórnvalda í orkuskiptum og nú hefur sjóðurinn tilkynnt um hverjir hljóta styrki. Alls var úthlutað til 137 verkefna víðs vegar um landið og þar af hlutu ellefu verkefnií Húnavatnssýslum styrki og þrjú í Skagafirði. Dögun ehf. rækjuvinnsla á Sauðárkróki hlaut hæsta styrkinn á Norðurlandi vestra eða 20 milljónir króna til orkuskipta en í Húnavatnssýslum fékk Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir hæsta styrkinn, tæplega 14 milljóni króna, til að tengja Þorgrímsstaði við dreifikerfi RARIK og minnka þannig olíunotkun.
Í auglýsingu Orkusjóðs í vor var lögð áherslu á fimm atriði; bætta orkunýtingu, minnkun olíunotkunar í iðnaði, raf- og lífeldsneyti og metan, hleðslustöðvar fyrir samgöngur og orkuskipti í haftengdri starfsemi. Umsóknarfrestur rann út 7. maí og matsferli lauk tveimur mánuðum síðar. Sótt var um 3.927,6 milljónir króna til 199 verkefna en til úthlutunar komu 871,7 milljónir til 137 verkefna.
Úthlutun til verkefna í Vestur-Húnavatnssýslu:
- Minnkun olíunotkunar í iðnaði - Sigfríður Eggertsdóttir, Þvottahúsið Perlan á Hvammstanga kr. 2.124.000.
- Minnkun olíunotkunar í iðnaði - Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir, tenging Þorgrímsstaða við dreifikerfi RARIK kr. 13.923.000.
- Minnkun olíunotkunar í iðnaði - Guðný Helga Björnsdóttir, rafmagnshræra í stað traktorshræru í haughús kr. 1.250.000.
- Hleðslustöðvar fyrir samgöngur - Dæli Víðidal ehf., uppsetning hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla kr. 300.000.
- Hleðslustöðvar fyrir samgöngur - Í Efra ehf., hleðslustöð við gistihús kr. 100.000.
Úthlutun til verkefna í Austur-Húnavatnssýslu:
- Minnkun olíunotkunar í iðnaði - Drifkraftur ehf., skipta út olíu fyrir rafmagn kr. 4.092.000.
- Minnkun olíunotkunar í iðnaði - Hólabaksbúið ehf., orkuskipti í landbúnaði -rafknúinn liðléttingur leysir af hólmi díselvél við gjafir kr. 2.000.000.
- Hleðslustöðvar fyrir samgöngur - Jón Gíslason, hleðslustöð við Ferðaþjónustuna Hofi kr. 250.000.
- Bætt orkunýting - Drifkraftur ehf., varmadæla í viðgerðaaðstöðu 300.000.
- Hleðslustöðvar fyrir samgöngur - Sveitarfélagið Skagaströnd, uppsetning á hleðslustöðvum á Skagaströnd kr. 5.000.000.
- Hleðslustöðvar fyrir samgöngur - Hólanes veitingar ehf. , hleðslustöð við Kántrýbæ Skagaströnd kr. 600.000.
Úthlutun til verkefna í Skagafirði:
- Bætt orkunýting - Dögun ehf. Dögun orkuskipti kr. 20.000.000.
- Minnkun olíunotkunar í iðnaði - Keldudalur ehf., orkuskipti við mjólkurframleiðslu kr. 2.000.000.
- Minnkun olíunotkunar í iðnaði - Eiríkur Þór Magnússon, kaup á rafmagns-skotbómulyftu kr. 2.000.000.
- - - - -
Heimild: Húnahornið og Orkustofnun
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.