Bráðabirgðaviðgerð þarf að fara fram á Hólmavík
Í gær dældi áhöfnin á varðskipinu Freyju olíu úr flutningaskipinu Wilson Skaw þar sem það er statt á Steingrímsfirði. Til stóð að draga skipið í slipp á Akureyri en eftir skoðun á vegum eigenda skipsins var ákveðið að draga skipið til Hólmavíkur, eftir að farmurinn hafi verið færður til, þar sem gerð yrði bráðabirgðaviðgerð og það gert klárt fyrir ferðalagið til Akureyrar.
Ákveðið var að færa farm skipsins til en um borð eru tæp tvö þúsund tonn af salti. Þetta gæti tekið nokkra daga en er talin vera öruggasta lausnin. Í frétt á rúv.is segir að þetta hafi verið niðurstaða fulltrúa Landhelgisgæslunnar, Umhverfisstofnunar, Samgöngustofu, eigenda og fleiri aðila.
Varðskipið mun vera heppilegt í það verkefni að færa farminn til þar sem það er búið færanlegum krönum á hliðum. „Það er þægilegt að vinna þetta bara með því að setja Freyju upp að hlið skipsins og forfæra farminn þannig. En þetta er tímafrekt verkefni gerum við ráð fyrir þannig að við verðum í þessu næstu daga,“ segir í frétt rúv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.