Bónda skylt að afhenda Matvælastofnun hrút vegna hættu á riðusmiti

Á heimasíðu Mast segir að nýlega úrskurðaði matvælaráðuneytið bónda einum á Norðurlandi vestra að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á riðuveiki. Fyrir lá að hann hafði haft samgang við riðuveika kind og gæti því hugsanlega verið smitberi.

Eftir að riðutilfelli greindist í Miðfjarðarhólfi vorið 2023 fór fram smitrakning sem leiddi þetta í ljós. Eina leiðin til að finna út úr því væri krufning og athugun á heilavef hrútsins. Bóndanum er því skylt að afhenda hrútinn hvort sem honum líkar það eða ekki. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir