Auglýst eftir umsóknum um styrki í Húnasjóð árið 2023
Húnaþing vestra auglýsir á heimasíðu sinni eftir umsóknum um styrki úr Húnasjóð vegna ársins 2023. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að endur- og fagmenntun í Húnaþingi vestra.
Sjóðurinn var stofnaður af hjónunum Ásgeiri Magnússyni og Unni Ásmundsdóttir í þeim tilgangi að minnast Alþýðuskóla Húnvetninga og starfseminnar sem þar fór fram. Ásgeir stofnaði Alþýðuskólann og rak hann á Hvammstanga á árunum 1913 til 1920.
Umsóknum skal skilað hér með með rafrænum hætti og lokafrestur til að skila inn umsóknum er mánudagurinn 10. júlí.
Skilyrði er að umsækjendur hafi haft lögheimili í Húnaþingi vestra frá 1. desember ári fyrir úthlutun og hafa lokið námi eftir síðustu úthlutun sjóðsins. Frekari úthlutunarreglur má nálgast hér.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.