Afhending styrkja úr Húnasjóði árið 2021
Þann 26. júlí sl. fór fram afhending styrkja úr Húnasjóði, en sjóðinn stofnuðu hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir frá Ægissíðu á Vatnsnesi til að minnast Alþýðuskóla Húnvetninga sem Ásgeir stofnaði árið 1913. Þeim hjónum var mikið í mun að Vestur-Húnvetningar hefðu tækifæri til að mennta sig. Hjónin gáfu einnig kr. 10.000 til Háskóla Íslands árið 1960 vegna herbergis í fyrirhuguðum nýjum stúdentagarði. Herbergið skyldi nefnast Ægissíða og stúdent úr Vestur-Húnavatnssýslu skyldi hafa forgangsrétt til búsetu í herberginu.
Við sameiningu sveitarfélaganna í Vestur-Húnavatnssýslu árið 2000, var Húnasjóður endurvakinn og ný skipulagsskrá rituð. Árlega fer fram úthlutun úr sjóðnum og miðast fjármagn við framlag frá sveitarsjóði ásamt hálfum vöxtum höfuðstóls.
Það kemur í hlut byggðarráðs Húnaþings vestra að úthluta úr sjóðnum, en á 1095. fundi byggðarráðs var samþykkt að eftirtaldir aðilar fengju úthlutað úr sjóðnum að þessu sinni:
Ása Berglind Böðvarsdóttir, B.S. nám í sálfræði.
Fríða Björg Jónsdóttir, B.S. nám í viðskiptafræði.
Inga Rósa Böðvarsdóttir, B.S. nám í almennri hagfræði.
Lóa Dís Másdóttir, atvinnuflugnám.
Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir, B.S. nám í hjúkrunarfræði.
Þórdís Helga Benediktsdóttir, B.S. nám í viðskiptafræði.
Styrkfjárhæð á hvern styrkþega er kr. 100.000
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.